Nýmót ehf. er byggingarfyrirtæki stofnað árið 2000 af þeim Hermanni Arasyni og Ingþóri Óla Thorlacius.
Í upphafi voru starfmenn eingöngu stofnendurnir tveir en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt í takt við umfang og verkefni fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 35 starfsmenn við nýbyggingar og viðhald eldri húsa. Fyrirtækið er byggt á traustum grunni og hefur staðið af sér sveiflur í efnahagslífi. Nýmót er er aðalverktaki með allar iðngreinar undir sinni stjórn. Víðtæk þekking og reynsla er í hópi starfsmanna Nýmóta.






