Nýmót ehf. er byggingarfyrirtæki stofnað árið 2000 af þeim Hermanni Arasyni og Ingþóri Óla Thorlacius. Í upphafi voru starfsmenn eingöngu stofnendurnir tveir en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt í takt við umfang og verkefni fyrirtækisins.  Hjá fyrirtækinu starfa í dag 35 starfsmenn við nýbyggingar og viðhald eldri húsa. Fyrirtækið er byggt á traustum grunni og hefur staðið af sér sveifur í efnahagslífi. Nýmót er aðalverktaki með allar iðngreinar undir sinni stjórn. Víðtæk þekking og reynsla er í hópi starfsmanna Nýmóta.

Hlutverk Nýmóta er nýbygging vandaðra húsnæða og endurnýjun eldra húsnæðis í samræmi við óskir viðskiptavinarins með þjónustu og eftirfylgni að leiðarljósi. Frá stofnun fyrirtækisins hefur fyrirtækið tekið að sér fjöldan allan af  fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Við tökum að okkur verkefni í alvertöku og sjáum um að útvega byggingarstjóra og iðnmeistara að verkunum.  Fyrirtækið starfar náið með arkitektum og verkfræðistofum og kemur að ráðgjöf minni sem stærri verkefna. Við tökum að okkur byggingastjórn á verkum sem felur í sér að öll ábyrgð er á höndum fyrirtækisins og tenging við byggingaryfirvöld. Unnið er eftir viðurkenndum gæðakerfum. Ef óskað er eftir tekur Nýmót að sér að leita tilboða í verkþætti.